Sameiningarmál, skipulagsmál, málefni fjölskyldufólks og ábyrgð í rekstri sveitarfélagsins.
Fjölskyldan, ferðalög, íþróttir og margt fleira.
Uppáhaldsstaður á Fljótsdalshéraði / Austurlandi: Víðivallagerði í Fljótsdal
Fjölskylduvænt sveitafélag. Vil að Fljótsdalshérað sé ákjósanlegur staður til að búa á og sé fyrirmynd annarra sveitafélaga á sem flestum sviðum. Vil vinna markvisst að uppbyggingu og eflingu sveitafélagsins í hinum ýmsu málaflokkum.
Gera Fljótsdalshérað meira spennandi valkost fyrir ferðamenn til að dvelja á, ekki bara áfangastað til einnar nætur heldur til lengri tíma í senn.
Handverk ýmiskonar, listir, fuglar og náttúran.
Er fráfarandi gjaldkeri foreldrafélags Fellaskóla. Starfaði með stjórn fimleikadeild Hattar í nokkur ár
Uppáhaldsstaður á Fljótsdalshéraði / Austurlandi: Skessugarður og Sænautasel
Aukið samstarf og sameining sveitarfélaga á Austurlandi, styrkja stöðu Fljótsdalshéraðs sem ákjósanlegs búsetukosts fyrir ungt fólk á öllum aldri, byggja upp sérstöðu atvinnulífs á svæðinu, m.a með áherslu á umhverfis- og loftslagsmál.
Söngur, bækur, útivist, samfélagsmál
Syng í þremur kórum!
Uppáhaldsstaður á Fljótsdalshéraði / Austurlandi: Fjölmargir! Get nefnt Stórurð, Hellisheiði og Héraðsflóann, Hallormsstaðaskóg, Hafrahvammagljúfur...
Umhverfismál
Handverk, vísindi og margbreytileg í rás tímans.
Uppáhaldsstaður á Fljótsdalshéraði / Austurlandi : Þinghöfði
Vil vinna að því að Fljótsdalshérað verði enn betri staður til að búa á með því að tryggja börnum dagvistarúrræði, styrkja skólana og fegra umhverfið. Auk þess að bæta þjónustu við fólk af erlendu bergi brotið, t.d. með móttökuáætlun fyrir nýja íbúa og stuðningi við tvítyngd börn m.a. með aukinni kennslu í íslensku og móðurmáli þeirra. Styðja við innleiðingu Austurlandsmódelsins sem Félagsþjónustan vinnur nú eftir.
Samfélagið, stjórnmál, náttúran.
Hef starfað í ýmsum félögum, s.s. foreldrafélagi Egilsstaðaskóla, Héraðslistanum, Kvenfélagi Vallahrepps, í ýmsum verkefnum á námsárunum.
Uppáhaldsstaður á Fljótsdalshéraði / Austurlandi Hallormsstaður
Sterkari ásýnd sveitarfélagsins útá við og íþróttastarf.
Fótbolti, hreyfing almennt og þar er CrossFit að koma sterkt inn, tónlist og samfélag manna.
Stjórn Ungt Austurland frá stofnun 2016-2018, Stjórn Sambands Íslenskra Námsmanna Erlendis 2016-2018, Stjórn Rekstrarfélags Hattar 2016-2018 og svo Nemendaráð, Ungmennaráð og fleira á yngri árum.
Uppáhaldsstaður á Fljótsdalshéraði / Austurlandi: Vilhjálmsvöllur
Húsnæðismál, skólamál, umhverfismál og sálfræðiþjónusta.
Útivist, matargerð, tónlist og ferðalög.
Gegni stöðu formanns Ungra vinstri grænna og sit í miðstjórn Ungs Austurlands.
Uppáhaldsstaður á Fljótsdalshéraði / Austurlandi: Það eru svo margir fallegir staðir að velja úr, Norðurdalur í Fljótsdal stendur þó upp úr.
Opin og skilvirk stjórnsýsla, stærri stjórnsýslueiningar, veitumálefni.
Syngja í karlakór, kartöflurækt, íslenska skógarauðlindin
Ýmis félagsstörf: (varaformaður og ritari stjórn HEF ehf, varafulltrúi Umhverfis og framkvæmdanefnd, ritari Stjórnendafélags Austurlands, varaforseti Sambands stjórnendafélaga, í stjórn karlakórsins Drífanda, sóknarnefnd Vallaneskirkju)
Uppáhaldsstaður á Fljótsdalshéraði / Austurlandi: skógar svæðisins.
Dagvistunarmál, æskulýðs og íþróttamál og skipulagsmál.
Stelpurnar mínar þrjár, matjurtarækt og pólitík, er nýlega byrjaður með tískublogg
Er félagi í Ferðafélagi Fjarðamanna og Stuðningsmannaklúbbi Leeds United á Íslandi. Sit í stjórn Rekstrarfélags Hattar
Uppáhaldsstaður á Fljótsdalshéraði / Austurlandi: Faxatröð 11, Sundlaug Egilsstaða og Þerribjörg. Í þessari röð
Dagvistunarmál - Húsnæðismál - Umhverfisvænna sveitarfélag.
Málefni ungs fólks á Austurlandi. Samvera með fjölskyldu og vinum. Almenn hreyfing og útivera. Nýjasta áhugamálið mitt er einmitt Crossfit og að flokka rusl (er þessi sem tuða þegar einhver flokkar ekki)
Er í stjórn Ungs Austurlands
Uppáhaldsstaður á Fljótsdalshéraði / Austurlandi: Þetta er erfitt, elska Austurland.. elska sveitina hennar ömmu Rangá svo margar æsku minningar af svæðinu.
Skipulagsmál og opið bókhald stjórnsýslunnar.
Fjölskyldan mín er í fyrsta sæti en eins og gefur að skilja þá eiga tölvumál allt mitt líf, einkum og sér í lagi hugbúnaðarþróun. Ég hef einnig gríðarlegan áhuga á tónlist.
Hef verið kafteinn Pírata á Austurlandi undanfarin misseri. Hef einnig verið í nokkrum hljómsveitum í gegn um árin. Meðlimur í landvernd og Amnesty International.
Uppáhaldsstaður á Fljótsdalshéraði / Austurlandi: Kiðastekkur á Völlum
Jafnréttismál
Útivist, lestur og ferðalög
Störf innan verkalýðshreyfingar, Sjálfboðaliði Rauða krossinum
Uppáhaldsstaður á Fljótsdalshéraði / Austurlandi: Hallormsstaðaskógur
Orkuskipti, skipulagsmál og atvinnuþróun.
Orkuskipti, dans, tónlist og útivist.
Meðlimur í landvernd og Amnesty International.
Uppáhaldsstaður á Fljótsdalshéraði / Austurlandi: Stórurð og Stafdalur
Mála myndir og handavinna
Nýsköpun og lýðheilsa.
Fegrun umhverfis almennt á Egilsstöðum, að ímynd skógarsamfélags verði sýnileg og hönnunarhugsun verði nýtt sem verkfæri í þeirri þróun og skipulagningu.
Hönnun og handverk, garðrækt og útivist
Starfa í SAM félaginu – grasrótarsamtök skapandi fólks á Austurlandi.
Uppáhaldsstaður á Fljótsdalshéraði / Austurlandi – Möðrudalur á Fjöllum
Geðheilbrigðis-, umhverfis- og tómstundarmál.
Félagsmál, listir og íþróttir
Seta í Ungmennaráði Fljótsdalshéraðs 2013-2018 (formaður 2014-2017), Seta í Nemendaráði Menntaskólans á Egilsstöðum 2015-2018 (formaður 2017/18)
Uppáhaldsstaður á Fljótsdalshéraði / Austurlandi: Stórurð
Á þessu kjörtímabili hef ég setið í atvinnu- og menningarnefnd og stjórn Héraðsskjalasafnsins. Auk þess starfa ég með Rauðakrossinum á Héraði og Borgarfirði eystra og hef verið formaður hans síðustu 3 árin..
Ég hef áhuga á að efla samstarf félagsþjónustu og heilsugæslu, sameiningarmálum í víðum skilningi og gagnsærri stjórnsýslu.
Ég hef unnið síðastliðna áratugi að mestu á Heilsugæslustöðinni á Egilsstöðum aðallega við, slysamóttöku, ungbarnavernd og mæðravernd og núna í vetur í heimahjúkrun.
Ég hef mikinn áhuga á tónlist og syng í tveimur kórum. Heimsmálin eru mér líka hugleikin, hef unnið við þróunarsamstarf og-aðstoð bæði í Afríkulöndum og í Asíu.
Uppáhaldsstaður á Fljótsdalshéraði / Austurlandi: víðernin í kringum Snæfell.