Virðing, kraftur og gleði

Samtök félagshyggjufólks á Fljótsdalshéraði – Héraðslistinn (X-L) ber virðingu fyrir íbúum og samverkafólki, umhverfinu og verkefnunum. Héraðslistinn hefur þann kraft sem þarf til að bera hugsjónir og hugmyndir áfram þannig að þær verði að raunveruleika. Og gleðin er með í farteskinu! Stefna listans er skýr og ábyrg, hún er í takt við þann fjárhagslega raunveruleika sem sveitarfélagið býr við en er um leið stórhuga því Héraðslistinn trúir á framtíð Fljótsdalshéraðs og Austurlands alls.

Héraðslistinn - Samtök félagshyggjufólks á Fljótsdalshéraði
kt. 670498-2129
Fjósakambi 14
701 Egilsstaðir